Börn og höfuðáverkar

Fundur í fyrrakvöld um börn og höfuðáverka var ákaflega vel heppnaður.  Um 60 manns mættu á fundinn og var meirihluti gesta heilbrigðisstarfsfólk.

Á fundinum fluttu Ingvar H. Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir og Ólafur Thorarensen sérfræðingur í barnalækningum og taugasjúkdómum barna erindi um höfuðáverka hjá börnum.

Stjórn Hugarfars þakkar þeim Ingvari og Ólafi kærlega fyrir þeirra framlag til félagsins með því að undirbúa og halda þessa fyrirlestra.

 

Frá fundinum 28. sept. 2015