Fundur 28. sept. um börn og höfuðáverka

Almennur félagsfundur Hugarfars verður haldinn mánudaginn 28. september kl. 20 í Sigtúni 42, Reykjavík.

Ingvar H. Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir flytur erindi um höfuðáverka hjá börnum, eðli þeirra, alvarleika og bráðameðferð.

Ólafur Thorarensen sérfræðingur í barnalækningum og taugasjúkdómum barna fjallar um heilahristing og nýjar verklagsreglur á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins.

Umræður og fyrirlesarar svara fyrirspurnum.

Allir velkomnir, heitt á könnunni.
Ókeypis aðgangur.

Við viljum einnig vekja athygli á vefgreinunum Börn fá líka heilaskaða og Vægir heilaáverkar ungs fólks.