Hugarfar orðið hluti af Stuðningsnetinu!

Það er okkur sönn ánægja að Hugarfar sé eitt af þeim 14 sjúklingafélögum sem eru hluti af Stuðningsnetinu.

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Sjúklingafélögin hafa aðlagað námsefni og stuðningsferli að ólíkum sjúkdómum/sjúklingahópum.

Frekari upplýsingar um félagið má sjá á heimasíðu þeirra:

www.studningsnet.is

 

safe_image.php.png
safe_image2.php.png
safe_image3.php.png

Skorað á ráðherra til að bæta þjónustu þeirra sem eru með heilaskaða

(frá vinstri) Þórunn, Guðrún, Jónas, Stefán, Smári og Guðrún réttu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun 20.12.17 varðandi að bæta úrræði fyrir þá 80-90% af þeim 1000-1500 sem hljóta heilaskaða á hverju ári án greiningar, meðferðar og eftirfylgni.

Í bréfinu var m.a. bent á að ekki væri nein heildstæð stefna í málaflokknum, færri en þyrftu komast að hjá þeim úrræðum sem við höfum í boði (Reykjalund og Grensás).
Engin langtímaúrræði er í boði, en það veldur að þeir sem þyrftu svoleiðis hljóta oft félagslegar afleiðingar, eins og einangrun og andlega vanlíðan í kjölfar heilaskaða.
Ennfremur var skorað á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í þessum málum, varðandi hvernig þetta ferli ætti að vera, fjármagn og tilheyrandi til að við komumst mögulega með tærnar þar sem mörg/flest önnur lönd hafa hælana í þessum málum.

Afhending til ráðherra.jpg

Félagsfundur Hugarfars 5.12.17

Félagsfundur var haldinn þriðjudaginn 5. Desember sl. að húskynnum Hugarfars við Sigtún 42
Fundarstjóri var Smári Pálsson, taugasálfræðingur og tengiliður Hugarfars við Fagráð.

 

Í megindráttum var útkoma fundarins eftirfarandi:
Byrjað var á að fara yfir bréf sem sent var til hæstvirrtar Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra um knýjandi þörf á bættri þjónustu við fólk með ákominn heilaskaða á Íslandi.
Bréfið var lesið upp og varpað á skjá en það var unnið af Hugarfari í samvinnu við Fagráð, Grensás, Reykjalund, Virk og Barnaspítala Hringsins.

 

Ráðning verkefnastjóra Hugarfars.
Stefán John Stefánsson var formlega ráðinn til starfa sem verkefnastjóri Hugarfars til þarnæsta aðalfundar Hugarfars, sem haldinn verður eigi síðar en í apríl 2019.
Stefán hefur í um ár sinnt starfinu í sjálfboðavinnu og þar áður náið með síðasta verkefnastjóra, Dís Gylfadóttur.
Stefán er tveggja barna faðir, í sambúð, lærður félagsliði og hefur í tæpann áratug starfað náið með breiðum hópi fólks með ólíkar fatlanir. Stefán hlaut heilaskaða við vinnuslys árið 2015.
Hann er einnig fyrrverandi ritari og varaformaður Hugarfars og ætti að vera flestum félagsmönnum vel kunnur.

 

Þóknun formanns fyrir vinnu sína utan venjulegra stjórnarstarfa
Tillaga frá fyrrverandi gjaldkera á síðasta aðalfundi var að formaður skildi vera á föstum launum fyrir störf sín enda mikið álag verið á formanni í baráttumálum á undanförnum mánuðum og einnig framundan en slíkt hefur einnig færst í aukanna hjá öðrum aðildarfélögum.
Leynileg kosning var haldin og tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

Báðar kosningar voru haldnar eftir að ítarlega var farið yfir rekstraráætlun og fjárhag félagsins.

Sökum tímaleysis var ekki hægt að fara yfir fleiri mál á þessum fundi.

Saman erum við sterkari.

Fundarritari: Stefán John

Fundur með VIRK

Á dögunum fóru þau Guðrún Harpa, formaður Hugarfars og Stefán John, verkefnastjóri á fund með VIRK og áttu þau gott spjall um stöðu fólks með ákominn heilaskaða á Íslandi og sammála um að heildstæða stefnu þurfi fyrir þennan hóp.
Einnig tóku þau á móti styrk upp á 500.000 kr. sem á eftir nýtast vel í frekari uppbyggingu á starfinu, vitundarvakningu almennings, fræðslur, forvarnir og jafningja- og aðstandendahópa og erum við innilega  þakklát þeim og hlökkum til að starfa náið með VIRK í framtíðinni að bættum úrræðum fyrir okkar hóp.

VIRK.JPG

Fræðslan byrjar í kvöld!

Sæl kæru vinir

Til hamingju þeir sem hafa skráð sig á fræðsluna um heilaskaða og heilaskaðaeinkenni.

Fyrsta fræðslukvöldið fer fram í kvöld frá 17:30 – 18:30 að Sigtúni 42 og hvetjum við fólk til að mæta tímanlega svo hægt sé að fara yfir skráningar og byrja á tilsettum tíma.

Við hvetjum þá sem ekki enn hafa greitt fyrir fræðsluna að leggja inn á reikning Hugarfars:

Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520

Verðið er sem áður 8.000 kr. fyrir félagsmenn sem GREITT hafa félagsgjöld en 16.000 kr fyrir aðra, en hægt er að skrá sig í félagið og greiða árgjaldið sem er 5.000 kr.

Við bendum á að posi verður einnig á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kv.
Hugarfar

Fræðsla um heilaskaða og heilaskaðaeinkenni

Umsjón:
Smári Pálsson sérfræðingur í klínískri taugasálfræði
Ólöf H Bjarnadóttir tauga- og endurhæfingarlæknir

Fræðslan er fjögur skipti, mánudagana 9. okt, 16. okt, 30. okt og 6 nóv kl 17:30-18:30, í húsakynnum Hugafars að Sigtúni 42.

Fræðslan miðast við að auka skilning fólks á heilanum og áhrifum heilaskaða á hann. Fjallað verður um mismunandi orsakir heilaskaða og algengustu einkenni heilaskaða eins og truflun á athygli, minni, skipulagi og ýmsum flóknari þáttum hugsunar sem heilinn stýrir. Einnig verður farið inn á innsæi, breytta hegðun og andlega líðan.

Fræðslan er ætluð einstaklingum með heilaskaða og aðstandendum þeirra, sem og öðrum sem vilja öðlast meiri skilning á þeim einkennum sem einstaklingar með heilaskaða eru að glíma við. Smári og Ólöf hafa margra ára reynslu við greiningu og meðferð heilaskaða.

Verð fyrir öll fjögur skiptin er 8.000 kr. fyrir félagsmeðlimi Hugafars, sem greitt hafa félagsgjöld,
en 16.000 kr. fyrir aðra. Að skrá sig í félagið kostar svo litlar 5.000 kr sem renna til félagsstarfssins og er möguleiki að skrá sig í félagið og kaupa námskeiðið á félagsmeðlimagjaldinu.

Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld áður en greitt er fyrir fræðsluna. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári. 
 

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á hugarfar@hugarfar.is eða í skráningarforminu á fræðsluna hér að ofan.

Óskum eftir að fólk millifæri á neðangreindan reikning fyrir 9. okt:
Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520

Í mars-apríl er stefnt að framhaldsfræðsla þar sem nánar verður farið í ýmis einkenni eins og skyntruflanir, verki, þreytu ofl. og svo hvað sé mögulega hægt að gera til að draga úr áhrifum heilaskaða á einstaklinga.

 

Aðalfundargerð - Aðalfundi er frestað til September 2017 (Þurfum að finna gjaldkera til að taka við af Tótu á meðan)

Hér koma aðal punktarnir frá aðalfundi Hugarfars sem Stefán skrifaði hjá sér á fundinum:

Fundurinn er haldinn í húsakynnum ÖBÍ við Sigtún 42 þann 26. Apríl 2017 frá kl. 19 -21.

Dagskrá fundar var eftirfarandi:

1.       Kosning fundarstjóra

2.       Skýrsla stjórna

3.       Reikningar félagsins

4.       Lagabreytingar

5.       Kosningar í stjórn

6.       Félagsgjöld

7.       Önnur mál

Fylgiskjöl:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar 2016
3. Meðmælendabréf Dísar Gylfadóttur

 

 

1.       Kosning fundarstjóra
Smári Pálsson, tengiliður Fagráðs er kosinn einróma fundarstjóri kvöldsins2.       Skýrsla stjórnar
 Guðrún Harpa, formaður Hugarfars les skýrslu stjórnar og flytur stutt ávarp um allt þ.að sem gerst hefur hjá félaginu á síðastliðnu ári.(sjá fylgiskjal 1)
Skýrsla stjórnar einróma samþykkt.

 

3.       Reikningar félagsins
Þóranna Pálsdóttir, gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins (sjá fylgiskjal 2).
Nokkrar spurningar bárust gjaldkera um styrki, útgjöld og annað slíkt sem gjaldkeri svaraði. Ársreikningar einróma samþykktir.

 

4.       Lagabreytingar
Engar lagabreytingar eru gerðar.

 

5.       Kosningar í stjórn
Guðrún Harpa gefur áframhaldandi kost á sér til formanns og er það samþykkt með engum mótframboðum.
Stefán John segir sig úr stjórn til að einbeita sér að verkefnastjórastarfinu og innra starfi Hugarfars.
Þóranna Pálsdóttir gefur ekki kost á sér til að gegna áfram gjaldkerastöðunni, en starfar til næsta aðalfundar. Tíminn fram að því verður nýttur til að finna einhvern í hennar stað.
Þeir sem bjóða sig fram í stjórn eru:
Anna Dögg, Daníel Þór Sigurðsson, Hjörtur Pálmi Guðmundsson og Kristófer Auðunsson.
Fyrir fundinn hafði einnig Björgvin Fannar Björnsson gefið kost á sér en dró framboð sitt til baka á fundinum.
Kristófer, Hjörtur og Daníel voru kjörnir í stjórn en verkaskipting innan stjórnar verður svo ákveðin á næsta stjórnarfundi.

 

6.       Félagsgjöld
Einróma samþykkt að félagsgjöld haldist óbreytt, 5000 kr. á ári.

 

7.       Önnur mál
A) Verkefnastjórastaðan.
Dís Gylfadóttir hefur starfað sem verkefnastjóri Hugarfars frá janúar 2016 til febrúar 2017, síðan þá hefur Stefán John, fráfarandi ritari og varaformaður fyllt í skarðið.
Stefán hefur starfað náið með Dís sl. ár og var það álit Dísar að Stefán væri bestur til þess fallinn að gegna þessu starfi að svo stöddu. (sjá fylgiskjal 3)
Ný stjórn þarf að leggja fram tillögu launakjör og starfslýsingu fyrir þessa stöðu fyrir næsta aðalfund.

 


B) Umræður um laun formanns.
Ný stjórn þarf að leggja fram tillögu um launakjör og annað slíkt fyrir næsta aðalfund.Fagráð býður fram aðstoð sína og samstarf við þessar áætlunargerðir .

 

 


Aðalfundi er frestað til September 2017

 

 

 

Fundarritari : Stefán John Stefánsson

Aðalfundur Hugarfars!! Ný stjórn o.fl.

Á Aðalfundi Hugarfars sem haldinn var 26. Apríl sl. var
Guðrún Harpa Heimisdóttir endurkjörin formaður félagsins
og 3 nýjir tóku sér sæti í stjórn þeir
Daníel Þór Sigurðsson, Kristófer Auðunsson og Hjörtur Pálmi Guðmundsson.


Stefán John sagði sig úr stöðu ritara og varaformanns en gegnir áfram stöðu verkefnastjóra tímabundið til reynslu.

Þóranna Pálsdóttir gefur ekki áfram kost á sér sem gjaldkera en gegnir því áfram þar til einhver kemur í hennar stað og leitum við til félagsmanna okkar til að aðstoða okkur við leit að einhverjum sem tilbúin/nn er að taka við af henni.

Jafnframt verður auka Aðalfundur haldinn í byrjun hausts (nánari uppl. síðar).

Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju og óskum þeim velfernaðar í komandi verkefnum