Guðrún Harpa Heimisdóttir-  Formaður

gudrun_harpa_heimisdottir_3x4.jpg

Guðrún Harpa lenti í umferðaslysi 15. nóvember 2012. Ég hlaut dreifðan heilaskaða ásamt öðrum áverkum. Var þá orðin eigandi SM starfsmannamiðlun, sem aðstoðar fatlað, langveika og fólk sem hefur lent í slysum. Baráttu mál mín í dag eru vitundarvakning stjórnvalda og almennings á málefnum fólks með ákominn heilaskaða og aðstandenda. Mikilvægt er að koma á öflugri sérhæfðri endurhæfingu og langtíma eftirfylgni.  Einn af draumunum er að Velferðanefnd alþingis taki upp málefni fólks með ákominn heilaskaða og það verði lögð fram stefna í  okkar málum.


Hjörtur Pálmi Guðmundsson - Ritari / varaformaður

Hjörtur - úrklippt2.png

Hjörtur er 27 ára og hlaut heilaskaðann þegar hann datt á mótorhjóli 28.4.2014 og hlaut á því dreifðan heilaskaða og skaddaðist á hægri hönd. Var út 2014 á Grensás í endurhæfingu og fór svo sumarið 2016 á Reykjalund. Hann er mikill tölvunördi af eigin sögn, hannaði og sér m.a. um heimasíðu Hugarfar. Hann er búinn að hlaupa 10 km ásamt fleirum til styrktar Hugarfar í maraþoninu síðustu 2 ár.


 Stefán John -  Verkefnastjóri

mynd_stefán.jpg

Stefán John Stefánsson 28 ára tveggja barna faðir. Lauk Félagsliðanámi vorið 2016. Hlaut heilaskaða eftir vinnuslys í mars 2015. Hefur starfað náið með fólki með ólíkar fatlanir síðastliðin 8 ár og meðal annars gengt starfi trúnaðarmanns Eflingar.


Daníel Þór Sigurðsson - Meðstjórandi

27337188_10155076366056671_6810948195936870037_n.jpg

Daníel Þór er 27 ára eins barns faðir.
Hann hlaut heilaskaða eftir alvarlegt umferðarslys 5 ára gamall árið 1996 þar sem hann varð fyrir bíl þar sem a.m.k. eitt hjól bifreiðarinnar rann yfir höfuð hans.


Kristófer Auðunsson - Meðstjórnandi

Kristófer5.jpg

Kristófer er 21 ára eins barns faðir.
Hann hlaut heilaskaða eftir alvarlegt bílslys þegar hann var á leið í skólann 14.10.2014.Smári Pálsson - Tengiliður við  Fagráð um heilaskaða


Klara Bragadóttir  -  Varamaður tengils við Fagráð um heilaskaða