Félagsfundur 4. maíÞjálfun með Mitii forritinu

Almennur félagsfundur Hugarfars verður haldinn mánudaginn 4. maí kl. 20 í Sigtúni 42, Reykjavík.

Stefán Örn Pétursson, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni AFL, kynnir nútímalega þjálfun með aðstoð tölvuforritsins Mitii fyrir einstaklinga með heilaskaða.

Upphaflega var Mitii forritið hannað fyrir börn með heilalömun (CP) en rannsóknir hafa sýnt að þjálfun með forritinu getur aukið bæði hreyfigetu og vitræna færni hjá öllum einstaklingum með heilaskaða.

Kaffi, te og konfekt,
Allir velkomnir.