Fundir um málörðugleika
og málstol

Félögin Heilaheill og Hugarfar hafa í vetur verið með með sameiginlega fundi þar sem málörðugleikar og málstol hafa verið til umfjöllunar. Fundirnir eru haldnir á mánudögum kl. 13-15 í Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Bryndís Bragadóttir, félagi í HEILAHEILL hefur umsjón með fundunum.

Áhugasamir hafi samband í síma 860 5585, hægt er að biðja um SMS-áminningu fyrir fundi.
Sjá nánar á vefsíðunni heilaheill.is.

Allir velkomnir og kaffi á könnunni!