Hlutu varanlega áverka

Inn­lent | mbl | 10.2.2013 | 12:15 | Upp­fært 19:09

Hlutu var­an­lega áverka við Gúttó

 

Um helg­ina var greint frá því að Árbæj­arsafn hefði fengið að gjöf stólfót sem notaður var sem bar­efli á lög­reglu­menn í Gúttóslagn­um í nóv­em­ber 1932. Í viðtali við mbl.is seg­ir Þór Whitehead sagn­fræðing­ur að ástæða sé til að rifja upp að lög­reglulið Reykja­vík­ur hlaut heil­mikla áverka í slagn­um og mörg sár hefðu aldrei gróið.

 

Fyr­ir tveim­ur árum kom út bók­in Sov­ét-Ísland óskalandið eft­ir Þór Whitehead sagn­fræðing, en þar var m.a. fjallað um Gúttóslag­inn 9. nóv­em­ber 1932 og greint frá því í fyrsta sinn á prenti að þrír lög­regluþjón­ar hefðu orðið fyr­ir því­lík­um áverk­um í Gúttóslagn­um að þeir hefðu aldrei beðið þess bæt­ur.

 

Björn Vigfússon var einn glæsilegast íþróttamaður Reykjavíkur fyrir Gúttóslaginn, en varð að hætta lögreglustörfum eftir ...

Björn Vig­fús­son var einn glæsi­leg­ast íþróttamaður Reykja­vík­ur fyr­ir Gúttóslag­inn, en varð að hætta lög­reglu­störf­um eft­ir hann. Ljós­mynd/Ú einka­safni

Neydd­ust þeir til að hætta í lög­regl­unni. Nokkr­ir lög­regluþjón­ar til viðbót­ar höfðu einnig orð á því að þeir hefðu aldrei náð sér fylli­lega eft­ir bar­smíðar í Gúttó þó að þeir héldu áfram lög­reglu­störf­um.

 

 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Þór að alls hafi 20 af 28 lög­regluþjón­um bæj­ar­ins  tekið þátt í slagn­um og all­ir þeirra særst, auk þess sem lög­reglu­stjór­inn, Her­mann Jónas­son hlaut áverka. „Lög­regl­an var í raun lögð að velli í bók­staf­leg­um skiln­ingi,“ seg­ir Þór. „Menn lágu eft­ir í blóði sínu, þar af 15 lög­regluþjón­ar með höfuðáverka.  Það er krafta­verk að sum­ir þess­ara manna skyldu halda lífi eins og farið var með þá.“

 

Þór seg­ir að lög­regluþjón­arn­ir þrír sem urðu ör­yrkj­ar eft­ir slag­inn hafi þurft að líða þraut­ir upp frá þessu alla æv­ina.

 

Geir Finnur Sigurðsson varð að láta af lögreglustörfum árið 1940 vegna verkja sem rekja mátti ...

Geir Finn­ur Sig­urðsson varð að láta af lög­reglu­störf­um árið 1940 vegna verkja sem rekja mátti til Gúttóslags­ins. Ljós­mynd/ Úr einka­safni

Heilsu­leysi þeirra hafi líka komið illa niður á fjöl­skyld­um að minnsta kosti tveggja þeirra, sem urðu að hætta í lög­regl­unni á kreppu- og erfiðleika­tím­um.

 

 

Ekki er ljóst hve marg­ir óeirðamenn særðust í átök­un­um í Gúttó. Heim­ild­ir nefna fimm menn en eng­inn þeirra virðist hafa hlotið sár í lík­ingu við þau sem lög­regluþjón­arn­ir hlutu. Lög­regl­an hafi beitt gúmmíkylf­um í átök­un­um en óeirðamenn notuðu ýmis tré­b­ar­efli svo sem stól­fæt­ur.

 

Urðu að láta af störf­um

 

Í bók Þórs, Sov­ét-Íslandi, kem­ur fram að einn þeirra lög­regluþjóna, sem urðu fyr­ir mest­um áverk­um, Björn Vig­fús­son, hafi verið einn glæsi­leg­asti íþróttamaður bæj­ar­ins. Hann átti löng­um eft­ir að líða sára verki í maga og þurfti að liggja fyr­ir tím­un­um sam­an sár­kval­inn. Eng­in meðöl virt­ust vinna á verkj­un­um. Jafn­framt fékk hann oft sár­an höfuðverk. Björn reyndi að harka af sér og starfaði áfram hjá lög­regl­unni fram til árs­ins 1940. Hann endaði sem gæslumaður við Lands­bank­ann í Aust­ur­stræti og starfaði þar þangað til að hann fór á eft­ir­laun árið 1960.

 

 

Geir Finn­ur Sig­urðsson barðist við mik­il veik­indi næstu átta árin, sem lýstu sér í heift­ar­leg­um höfuðverkja­köst­um sem drógu úr hon­um mátt. Hann varð að lok­um að gefa lög­reglu­störf upp á bát­inn árið 1940 og endaði sem gæslumaður í Búnaðarbank­an­um þar sem hann starfaði þangað til að hann lést árið 1967, þá 68 ára að aldri.

 

Mar­grím­ur Gísla­son hlaut svöðusár á enni í Gúttóslagn­um og beið þess aldrei bæt­ur. Hann kenndi áfram „óstyrks og eyðileg­heita yfir höfði.“ Í kjöl­far lækn­ismats var hann flutt­ur til í starfi og gerður að stöðvarmanni eða aðstoðar­manni varðstjóra. Árið 1940 var Mar­grím­ur flutt­ur í bif­reiðaskrán­ingu.

 

Til viðbót­ar þess­um þrem­ur sem bein­lín­is þurftu að leggja fyrri störf sín til hliðar vegna áverk­anna sem hlut­ust í Gúttóslagn­um voru nokkr­ir lög­reglu­menn sem töldu sig aldrei hafa beðið þess bæt­ur að hafa tekið þátt í hon­um. Það sem lög­reglu­mönn­un­um þótti verst var það að þeir sem höfðu valdið þeim og sam­starfs­fé­lög­um þeirra miska var hælt sem hetj­um, á meðan eng­inn þakkaði þeim sjálf­um fyr­ir að hafa lagt líf sitt í hættu við að verja kjörna bæj­ar­full­trúa fyr­ir skipu­lögðu of­beldi.

 

Menn­irn­ir voru náðaðir

 

Í bók Þórs kem­ur jafn­framt fram að Varn­ar­lið verka­lýðsins, sem var ein­kenn­is­bú­in bar­daga­sveit á veg­um Komm­ún­ista­flokks Íslands, hafi átt veg og vanda af slagn­um. Liðsmenn henn­ar voru á meðal þeirra, sem hlutu hlutu þyngstu dóm­ana í Hæsta­rétti fyr­ir þær lík­ams­árás­ir sem lög­reglu­menn urðu fyr­ir. Þetta var m.a. staðfest í ít­ar­legri réttar­rann­sókn sem gerð var í kjöl­far slags­ins. Þá kem­ur fram í leyni­skýrslu sem Brynj­ólf­ur Bjarna­son, formaður Komm­ún­ista­flokks­ins, sendi Kom­in­tern, alþjóðasam­bandi Komm­ún­ista, að und­ir for­ystu Varn­ar­liðs verka­lýðsins hafi tek­ist „að af­vopna lög­regl­una og marg­ir lög­regluþjón­ar voru illa slasaðir“.

 

„Varn­ar­liðið svo­kallaða lék aðal­hlut­verkið í þess­um átök­um, það bjó sig sér­stak­lega und­ir þau og tók bæj­ar­stjórn­ina í raun í gísl­ingu, eins og Brynj­ólf­ur nefndi líka í skýrslu sinni,“ seg­ir Þór.

 

Í dómi Hæsta­rétt­ar sem féll í júní 1935 fengu liðsmenn Varn­ar­liðs verka­lýðsins og helstu for­ystu­menn Komm­ún­ista­flokks­ins óskil­orðsbundna dóma fyr­ir þátt­töku sína í slagn­um, allt frá 30 dög­um til sex mánaða. Komm­ún­ist­ar gagn­rýndu dóm­inn harðlega og stóðu fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un þar sem fullr­ar náðunar hinna dæmdu var kraf­ist. Her­mann Jónas­son, for­sæt­is- og dóms­málaráðherra í stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Alþýðuflokks, óskaði fljót­lega eft­ir því við Kristján kon­ung X. að all­ir hinna dæmdu yrðu náðaðir  skil­orðsbundið.

 

Frétt mbl.is: Fót­ur­inn sat fast­ur í höfðinu

Margrímur Gíslason varð að hætta fyrri störfum sínum við lögregluna vegna örorku sem hlaust við ...

Mar­grím­ur Gísla­son varð að hætta fyrri störf­um sín­um við lög­regl­una vegna ör­orku sem hlaust við Gúttó 1932. Ljós­mynd/úr einka­safni