Styrkja Hugarfar

 

Leiðir til að styrkja Hugarfar eru nokkrar:

Að ganga í félagið er mesti styrkurinn:
Með því að greiða félagsgjald, mæta á félagsfundi, hafa skoðanir og hjálpa til stöku sinnum.

Að skrá sig á póstlista:
Þú færð fréttir af félaginu, fundum og starfinu á hverjum tíma.
Þú getur skráð þig á póstlista félagsins með því að senda tölvupóst á hugarfar (hjá) hugarfar.is.

Að leggja Hugarfari lið:
Þeir sem vilja leggja félaginu lið sendi tölvupóst á hugarfar (hjá) hugarfar.is eða hafi samband í síma Hugarfars 661-5522.

Að heita á Hugarfar:
Hugarfar er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hægt er að heita á í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlauparar skrá sig í hlaupið á marathon.is, tengja sig við Hugarfar og óska eftir að fólk heiti á sig. Þetta er einstaklega holl og góð fjáröflunarleið og hvetjum við sem flesta til að hlaupa Hugarfari til góðs.
Allir geta svo styrkt Hugarfar með áheitum á hlauparana.

Fjárframlag til félagsins:
Þeir sem vilja styrkja Hugarfar geta lagt inn á reikning félagsins.
Reikningsnúmer er 0135-05-070804 og kennitala er 490307-0520.

Hugarfar þakkar velunnurum sínum stuðninginn.