Félagsfundur fimmtudaginn 24. nóv. 2011

Hefst klukkan 20,00 og er í Hátúni 10.

 

Ásta Valdimarsdóttir flytur erindi: Hláturjóga. Auðveld aðferð til að létta lífið og draga úr streitu og líkamlegri vanlíðan.

 

Hláturjóga er aðferð sem þróuð er af indverska lækninum dr. Madan Kataria. Í hláturklúbbi er hlegið í hópi, án tilefnis, án þess að brandarar séu sagðir eða fyndnar sögur. Við köllum hláturinn fram með æfingum og þegar við horfumst í augu verður hláturinn fljótt eðlilegur. Hláturjóga er sambland hláturæfinga og jógaöndunar. Það byggist á þeirri vísindalegu staðreynd að hvort sem hlegið er vegna ytra áreitis eða af einskærri ákvörðun bregst líkaminn eins við og jákvæð áhrif á hann verða þau sömu.

 

Um að gera að mæta og hafa skemmtilegt  :-)