Heilinn breytir sjálfum sér. Fyrir almenning. II

Fyrir 40 árum töldu margir að fullvaxinn heili væri óbreytanlegur, að ákveðin
starfsemi væri skipt niður á ákveðin svæði og heilinn ynni eins og tölva. En annað
kom í ljós. Í dag er vitað að heilinn er síbreytilegur og breytist við allt sem við
hugsum, upplifum og gerum. Sumir voru þó á undn sinni samtíð.


“Sérhver einstaklingur getur ef hann vill mótað heila sinn.” Cajal,
taugavísindamaður og nóbelsverðlaunahafi 1906

Mynd 1 bæklingur 2.JPG

Frumur heilans mynda net. Í heila eru 86 milljarðar taugafruma og annað eins af öðrum tegundum frumna. Taugfrumur mynda taugafrumutengsl sem eru tugiþúsunda á hverja frumu. Samskipti frumna eru með boðefnum eða mismunandi rafvirkni.  Taugafrumur mynda þéttriðið net heilans sem hefur einnig áhrif á sjálfráða taugakerfið og  homónamyndun líkamans. Þannig hefur heilinn áhrif
á önnur líffæri líkamans með fráfærandi boðum. Síðan koma
aðfærandi boð til heilans sem fær upplýsingar frá líkamanum og
umhverfi hans.


Ef frumubolur er 10 mikron þá 86,000,000,000 frumubolir sem
eru hlið við hlið = 860 km


Sveigjanleiki heilans. Þessar frumur, tengingar þeirra og net sem þær mynda gefur
heilanum ótrúlega möguleika að endurskipuleggja sig með því að mynda ný tengsl
milli taugafrumna og breyta öðrum frumum. Þessi síbreytanleiki kallast sveigjanleiki
heilans (neuroplasticity). Þeir þættir sem skipta mái í þessum verkferlum eru
erfðarþáttur, umhverfið sem einstaklingur lifir í og eigin virkni einstaklings. Þessar
breytingar gerast í byrjun ævinnar er smábörn þroskast, alla ævi þegar viðkomandi
lærir eitthvað nýtt og eftir skaða eða sjúkdóm þegar viðkomandi þarf að finna leiðir
fram hjá færniskerðingu sinni.


Að við notum bara 10% af heilanum, er rangt!

Mynd 2 bæklingur 2.JPG

Dæmi um rannsóknir. Sem dæmi má nefna að við heilaskemmd hjá dýrum þá hefur sést að frískar nærliggjandi frumur taka yfir starfsemina. Svipað hefur verið staðfest hjá mönnum. T.d. þegar blæðing verður í heila sem veldur að hluta lömun á hægri hendi. Með því að þvinga notkun á skaðaðri hendi þá fer mikið að aðfarandi boðum til heila þar sem skemmda svæðið er. Skemmdar frumur taka ekki við
boðunum sem leita á nærliggjandi frískt svæði í heilanum sem stækkar. Ný tengsl myndast fyrir
hægri hendi sem fær eitthvað af fyrri virkni aftur.

Mynd 3 bæklingur 2.JPG

Þolþjálfun hjá dýrum og mönnum hefur sýnt aukningu á ýmsum boðefnum í heila t.d. þeim sem örva nýmyndun frumna í heila. Það hefur sést aukning á heilavef á ákveðnum svæðum og í kjölfarið aukin hæfni hjá bæði dýrum og mönnum. Því meiri ákefð í þjálfun, því meiri jákvæðar breytingar verða á heilasvæði viðkomandi. Möguleiki til náms varir alla ævi. Ef þú æfir mikið ákveðinn hlut eða ert  sérfræðingur á ákveðnu sviði, þá er það svæði í heila þínum stærra en í þeim sem hefur ekki þá sérfræðiþekkingu. Rannsókn hefur sýnt að leigubílstjóri í London hefur stærra svæði í minnisstöð  (hippocampus) heldur en sjá sem ekur þar strætó (sem ekur alltaf sömu leiðina). Rannsóknir hafa sýnt fram á rúmmálsaukningu í heila atvinnutónlistarmanna, sem ekki er til staðar hjá almenningi. Atvinnutónlistarmenn æfa margar klst á dag, en það er dæmi um ákefð í þjálfun sem talað er um að framan.
Hugleiðsla er vitræn þjálfun með markmiði að fá aukna innri ró og betri athygli. Ein
tegund hugleiðslu væri að fylgjast með andardrættinum.


Nýjasta tækni og vísindi. Með hjálp tækninnar getur verið auðveldara að þjálfa og
virkja ákveðna þætti heilans. Nota má hjálpartæki svo sem app, tölvuleiki og
gervigreind. Einnig eru rannsóknir í gangi er tölvuflaga er sett í heila fólks sem nemur
hugarboð og sendir skipun í tölvu t.d. gerviútlim.


Að heilinn sé óbreytanlegur hjá fullorðnum, er rangt!


Endurbati. Í endurbata eftir slys eða sjúkdóm koma ákveðnir eiginleikar til baka án
meðferðar, því heilafrumur jafna sig og heilinn aðlagast skemmd þar sem hann nýtir
sér sveigjanleika sinn. Endurhæfing felur í sér örvun á þessum sveigjanleika heilans.
Maðurinn verður að læra á þennan eiginleika sjálfur til að breyta hugsun sem óskað
er eftir. Hér skiptir öllu máli virkni og ákefð einstaklingsins við endurtekningu á
jákvæðum þáttum. Athuga þó, að stundum ganga einkenni í kjölfar heilaskaða ekki til
baka, eins mikið og við vildum. Í dag er ekki að fullu vitað hvers vegna.
Ólöf H Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir
Byggt á ýmsum upplýsingum, október, 2017.