Umfjöllun um heilaskaða eftir fréttir 1.2.2017!

Umfjöllun var um heilaskaða í umræðu eftir fréttirnar þann 1.2.2017 þar sem sérfræðingar sögðu skoðun sína ásamt því að Guðrún Harpa sagði frá því hvernig hún hlaut heilaskaða og stutt um framhaldið. Rætt var við Smára Pálsson taugasálfræðing, Guðrún Karlsdóttur frá Reykjalundi og Guðbjörgu Lúðvíksdóttur frá Grensási um hvernig staða endurhæfingar væri í dag.

Þá voru allir sérfræðingarnir sammála að eftir að búið er að bjarga lífinu, var lítið sem ekkert í boði uppá varanlega endurhæfingu fyrir fólkið til að lifa lífinu, hugsunin á bakvið t.d. Heilahúsið, sem önnur lönd hafa mörg starfandi fyrir þá sem lenda í heilaskaða er einmitt varanleg endurhæfing til að aðstoða fólk við að fóta sig og takast á við lífið þar sem fólk er statt í framhaldinu af því að hljóta heilaskaða.

Sjá má alla umfjöllunina hér:
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRCA4DFF50F-5B5B-41DD-994A-6B543759339A

"Move it to improve it", Mitii þjálfun - 7. nóv

Stefán Örn Pétursson sjúkraþjálfari kom og kynnti fyrir okkur Mitii þjálfunaraðferðina – Move it to improve it.

Mitii er tölvuforrit sem samræmir námsgetu og þjálfun þess hluta heilans sem er grunnur þess að einstaklingurinn geti aukið þekkingu sína og öðlast meiri færni. Mitii nýtir sveigjanleika heilans (neuroplasticity) til að auka færni einstaklinga með heilaskaða bæði varðandi hreyfigetu og vitræna færni.

Stofnunin Helene Elsass Center (HEC) í Kaupmannahöfn hannaði og þróaði Mitii forritið fyrir börn og einstaklinga með Cerebral Paresis (CP).

Reynslan af þjálfun með Mitii hefur þó leitt í ljós að hún gagnast fleirum og hefur verið notuð í þjálfun á einstaklingum með ákominn heilaskaða, eldri borgurum, gigtarsjúklingum, einstaklingum með einhverfu, ADHD og í almennri endurhæfingu.

 

 

Stefán er frumkvöðull í notkun Mitii á Íslandi og hefur kynnt aðferðina víða hérlendis.

Eftir frábæra kynningu óskum við þess að heilbrigðisstarfsfólk taki höndum saman og geri Mitii þjálfunina aðgengilega fleirum.

Nánar um Mitii: http://www.aflid.is/index.php?pid=1710

Viðtal sem Fréttatíminn tók við Daníel Þór Sigurðsson var að bætast við!

Daníel Þór Sigurðsson meðlimur Hugarfars slasaðist alvarlega þegar bíll keyrði yfir höfuð hans í æsku. Hann varð fyrst greindur með heilaskaðann þegar hann var orðinn fullorðinn og hafði lifað með heilaskaðann allt sitt líf frá 5 ára aldri. Ef heilaskaðinn hefði uppgötvast fyrr hefði hann fengið allt aðra meðhöndlun.

Lesa má greinina með því að smella á linkinn hér að neðan:

Daníel Þór Sigurðsson

Daníel Þór Sigurðsson

Félagsfundur 3. okt - Breytt hlutverk í fjölskyldum eftir slys/veikindi

Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahúsprestur hélt erindi um breytingarnar sem verða óhjákvæmilega í fjölskyldum við slys eða veikindi. Þegar einstaklingur getur ekki sinnt hlutverkum sínum eins og áður snertir það alla í fjölskyldunni og hefur áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar.

Frábært og þarft erindi sem minnir okkur á mikilvægi þess að tala saman og ræða hlutina við okkar nánustu – því fólk les ekki hugsanir, við verðum að tjá okkur.

Fyrsti félagsfundur haustsins var haldinn í gærkvöldi, 5. september, í Sigtúni 42.

Dís Gylfadóttir verkefnastjóri Hugarfars flutti erindið Ertu nokkuð að gleyma einhverju? þar sem hún deildi með okkur minnistækni og ýmsum aðferðum sem hafa gagnast henni við að ná aftur jafnvægi í lífinu eftir heilaskaða.

Berglind Ýr Karlsdóttir var leynigestur kvöldsins. Berglind er sálfræðinemi og jógakennari sem heillaðist svo af málaflokknum okkar þegar hún sótti ráðstefnu Hugarfars í mars síðastliðnum að hún skellti sér til Denver í sumar og tók námskeið í jóga fyrir fólk með heilaskaða hjá Love Your Brain samtökunum. Berglind ætlar í samstarfi við Hugarfar að fara af stað með fjögurra vikna jóganámskeið fljótlega og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Dís á skrifstofu Hugarfars í s. 661 5522 eða með tölvupósti: dis.hugarfar@gmail.com.

Fjölmargir hlupu og söfnuðu áheitum fyrir Hugarfar í maraþoninu :) Takk kærlega öllsömul! :D

Hugarfar þakkar öllum hlaupurunum okkar í Reykjavíkurmaraþoninu kærlega fyrir stuðninginn og öllum þeim sem lögðu málefninu lið með því að heita á hlauparana en alls söfnuðust 408.836 kr.- Saman erum við sterkari!

Hjörtur Pálmi Guðmundsson
Embla Sólrún
Sigrún Arna
Hólmfríður Guðrún
Hannes Örn Ólafsson
Kolbrún Sveinsdóttir
Anna Þorsteinsdóttir
Garðar Snorri
Sigrún Þorsteinsdóttir
Ævar Þórólfsson
Sigurjón Sigurbjörnsson
María Hlín
Þorsteinn Þór
Hrafnkatla Eiríksdóttir
Lauren Wilkinson
og öllum í hópnum "Heilasellurnar"

Ekki náðist mynd af öllum hópnum, en hérna eru a.m.k. "heilasellurnar". Vantar Örnu og Hannes á þessa ásamt fleirum :/

Ekki náðist mynd af öllum hópnum, en hérna eru a.m.k. "heilasellurnar". Vantar Sigrúnu og Hannes á myndina ásamt fleirum :/