Fræðslan byrjar í kvöld!

Sæl kæru vinir

Til hamingju þeir sem hafa skráð sig á fræðsluna um heilaskaða og heilaskaðaeinkenni.

Fyrsta fræðslukvöldið fer fram í kvöld frá 17:30 – 18:30 að Sigtúni 42 og hvetjum við fólk til að mæta tímanlega svo hægt sé að fara yfir skráningar og byrja á tilsettum tíma.

Við hvetjum þá sem ekki enn hafa greitt fyrir fræðsluna að leggja inn á reikning Hugarfars:

Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520

Verðið er sem áður 8.000 kr. fyrir félagsmenn sem GREITT hafa félagsgjöld en 16.000 kr fyrir aðra, en hægt er að skrá sig í félagið og greiða árgjaldið sem er 5.000 kr.

Við bendum á að posi verður einnig á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kv.
Hugarfar