Fundur 10. febrúar um vitundarvakningardag

Vitundarvakningardagur um ákominn heilaskaða

Félagið Hugarfar boðar til fundar þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20:00 í húsi SÍBS, Síðumúla 6, Reykjavík, 2. hæð.
Efni fundarins er undirbúningur og skipulag vitundarvakningardags um ákominn heilaskaða sem verður haldinn 18. mars 2015.

Allir sem vilja stuðla að vitundarvakningu og auknum skilningi á orsökum og afleiðingum heilaskaða eru hvattir til að mæta á fundinn.