Fyrsti félagsfundur haustsins var haldinn í gærkvöldi, 5. september, í Sigtúni 42.

Dís Gylfadóttir verkefnastjóri Hugarfars flutti erindið Ertu nokkuð að gleyma einhverju? þar sem hún deildi með okkur minnistækni og ýmsum aðferðum sem hafa gagnast henni við að ná aftur jafnvægi í lífinu eftir heilaskaða.

Berglind Ýr Karlsdóttir var leynigestur kvöldsins. Berglind er sálfræðinemi og jógakennari sem heillaðist svo af málaflokknum okkar þegar hún sótti ráðstefnu Hugarfars í mars síðastliðnum að hún skellti sér til Denver í sumar og tók námskeið í jóga fyrir fólk með heilaskaða hjá Love Your Brain samtökunum. Berglind ætlar í samstarfi við Hugarfar að fara af stað með fjögurra vikna jóganámskeið fljótlega og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Dís á skrifstofu Hugarfars í s. 661 5522 eða með tölvupósti: dis.hugarfar@gmail.com.