Félagsfundur 3. okt - Breytt hlutverk í fjölskyldum eftir slys/veikindi

Sr. Eysteinn Orri Gunnarsson sjúkrahúsprestur hélt erindi um breytingarnar sem verða óhjákvæmilega í fjölskyldum við slys eða veikindi. Þegar einstaklingur getur ekki sinnt hlutverkum sínum eins og áður snertir það alla í fjölskyldunni og hefur áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar.

Frábært og þarft erindi sem minnir okkur á mikilvægi þess að tala saman og ræða hlutina við okkar nánustu – því fólk les ekki hugsanir, við verðum að tjá okkur.