Aðalfundur Hugarfars!! Ný stjórn o.fl.

Á Aðalfundi Hugarfars sem haldinn var 26. Apríl sl. var
Guðrún Harpa Heimisdóttir endurkjörin formaður félagsins
og 3 nýjir tóku sér sæti í stjórn þeir
Daníel Þór Sigurðsson, Kristófer Auðunsson og Hjörtur Pálmi Guðmundsson.


Stefán John sagði sig úr stöðu ritara og varaformanns en gegnir áfram stöðu verkefnastjóra tímabundið til reynslu.

Þóranna Pálsdóttir gefur ekki áfram kost á sér sem gjaldkera en gegnir því áfram þar til einhver kemur í hennar stað og leitum við til félagsmanna okkar til að aðstoða okkur við leit að einhverjum sem tilbúin/nn er að taka við af henni.

Jafnframt verður auka Aðalfundur haldinn í byrjun hausts (nánari uppl. síðar).

Við óskum nýrri stjórn innilega til hamingju og óskum þeim velfernaðar í komandi verkefnum