Aðstandendahópar skipulagðir á fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði

Það gleður okkur mjög að tilkynna að aðstandendahópur Hugarfars byrjar miðvikudagskvöldið 5. september nk. kl. 17-18,30 og verður fyrsta miðvikudagskvöld í hverjum mánuði í Sigtúni 42.

Kristín B. Michelsen, fyrrv. formaður Hugarfars og ein af stofnendum félagsins heldur utan um hópinn. Kristín er einnig aðstandandi.

Skráning í hópinn fer fram á hugarfar@hugarfar.is – og er fullum trúnaði heitið. Aðstandendur búa yfir reynslu sem þeir geta deilt með hvert öðru, fundið styrk og stuðning hjá jafningjum þeirra sem standa eða hafa staðið í sömu sporum.

Aðstandendahópur Hugarfars er sjálfshjálpar hópur, þarna mætir fólk til þess að styðja við bakið hvert á öðru.

Allt sem fer fram í aðstandendahópum Hugarfars er í fullum trúnaði og á það við alla.
Virðum þagnarskyldu og höldum öllum umræðum innan hópsins.

Saman erum við sterkari.