Aðalfundur Hugarfars 14. apríl 2015

Aðalfundur Hugarfars 2015 verður haldinn í nýju húsnæði ÖBÍ að Sigtúni 42 Reykjavík í fundarherbergi 1. hæð þriðjudaginn 14. apríl 2015 kl. 20.

Dagskrá aðalfundar:
1.    Fundur settur
2.    Kosning fundarstjóra
3.    Skýrsla stjórnar
4.    Reikningar félagsins
5.    Lagabreytingar
6.    Kosningar í stjórn
7.    Félagsgjöld
8.    Önnur mál

Samkvæmt lögum félagsins skal kosið í þrjú embætti stjórnar:
Embætti formanns, ritara og annars varamanns.
Tekið verður við framboðum til stjórnar Hugarfars á hugarfar@hugarfar.is.

Vonum að sem flestir gefi sér tíma og mæti á aðalfundinn.

Stjórn Hugarfars