Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram laugardaginn 22. ágúst.

Þar gefst hlaupurum kostur á að styrkja góð málefni. Hugarfar hefur skráð sig sem eitt af góðgerðarfélögunum sem hlauparar geta hlaupið fyrir og fólk heitið á.

Hugarfar vinnur að undirbúningi að opnun stuðningsþjónustu og vinnusamfélags fyrir einstaklinga með heilaskaða. Í dag eru fá úrræði fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða og því mikil þörf á að stuðningur sé til fyrir þá sem lenda í þessum aðstæðum.
Hlaupum eða styrkjum Hugarfar svo draumur Hugarfars geti orðið að veruleika, að opna Höfuðhús á Íslandi. Við hvetjum ykkur til þess að hlaupa fyrir Hugarfar.

Þið sem viljið hlaupa, skráið ykkur til hlaups á marathon.is. Það má finna vegalengd við allra hæfi. Hlaupið er allt frá Latabæjarhlaupi, 550 metrar fyrir 5 ára og yngri, 1.3 km. fyrir 6-8 ára og allt upp í heilt maraþon sem er 42,195 km.

Þeir sem velja að hlaupa til góðs, veljið Hugarfar á áheitavefnum hlaupastyrkur.is , setjið inn mynd af ykkur og segið gjarnan frá ástæðunni fyrir að þið hlaupið fyrir Hugarfar.

Verið dugleg að hvetja fólk til að heita á ykkur.

Ykkur, sem ekki hlaupið, biðjum við að heita á hlauparana sem hlaupa fyrir Hugarfar. Hvetjið jafnframt vini og vandamenn til þess líka. Notið Facebook og aðra samfélagsmiðla eins og hverjum hentar. Þannig gætuð þið lagt Hugarfari lið í áheitasöfnuninni.