Aðalfundargerð - Aðalfundi er frestað til September 2017 (Þurfum að finna gjaldkera til að taka við af Tótu á meðan)

Hér koma aðal punktarnir frá aðalfundi Hugarfars sem Stefán skrifaði hjá sér á fundinum:

Fundurinn er haldinn í húsakynnum ÖBÍ við Sigtún 42 þann 26. Apríl 2017 frá kl. 19 -21.

Dagskrá fundar var eftirfarandi:

1.       Kosning fundarstjóra

2.       Skýrsla stjórna

3.       Reikningar félagsins

4.       Lagabreytingar

5.       Kosningar í stjórn

6.       Félagsgjöld

7.       Önnur mál

Fylgiskjöl:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar 2016
3. Meðmælendabréf Dísar Gylfadóttur

 

 

1.       Kosning fundarstjóra
Smári Pálsson, tengiliður Fagráðs er kosinn einróma fundarstjóri kvöldsins



2.       Skýrsla stjórnar
 Guðrún Harpa, formaður Hugarfars les skýrslu stjórnar og flytur stutt ávarp um allt þ.að sem gerst hefur hjá félaginu á síðastliðnu ári.(sjá fylgiskjal 1)
Skýrsla stjórnar einróma samþykkt.

 

3.       Reikningar félagsins
Þóranna Pálsdóttir, gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins (sjá fylgiskjal 2).
Nokkrar spurningar bárust gjaldkera um styrki, útgjöld og annað slíkt sem gjaldkeri svaraði. Ársreikningar einróma samþykktir.

 

4.       Lagabreytingar
Engar lagabreytingar eru gerðar.

 

5.       Kosningar í stjórn
Guðrún Harpa gefur áframhaldandi kost á sér til formanns og er það samþykkt með engum mótframboðum.
Stefán John segir sig úr stjórn til að einbeita sér að verkefnastjórastarfinu og innra starfi Hugarfars.
Þóranna Pálsdóttir gefur ekki kost á sér til að gegna áfram gjaldkerastöðunni, en starfar til næsta aðalfundar. Tíminn fram að því verður nýttur til að finna einhvern í hennar stað.
Þeir sem bjóða sig fram í stjórn eru:
Anna Dögg, Daníel Þór Sigurðsson, Hjörtur Pálmi Guðmundsson og Kristófer Auðunsson.
Fyrir fundinn hafði einnig Björgvin Fannar Björnsson gefið kost á sér en dró framboð sitt til baka á fundinum.
Kristófer, Hjörtur og Daníel voru kjörnir í stjórn en verkaskipting innan stjórnar verður svo ákveðin á næsta stjórnarfundi.

 

6.       Félagsgjöld
Einróma samþykkt að félagsgjöld haldist óbreytt, 5000 kr. á ári.

 

7.       Önnur mál
A) Verkefnastjórastaðan.
Dís Gylfadóttir hefur starfað sem verkefnastjóri Hugarfars frá janúar 2016 til febrúar 2017, síðan þá hefur Stefán John, fráfarandi ritari og varaformaður fyllt í skarðið.
Stefán hefur starfað náið með Dís sl. ár og var það álit Dísar að Stefán væri bestur til þess fallinn að gegna þessu starfi að svo stöddu. (sjá fylgiskjal 3)
Ný stjórn þarf að leggja fram tillögu launakjör og starfslýsingu fyrir þessa stöðu fyrir næsta aðalfund.

 


B) Umræður um laun formanns.
Ný stjórn þarf að leggja fram tillögu um launakjör og annað slíkt fyrir næsta aðalfund.



Fagráð býður fram aðstoð sína og samstarf við þessar áætlunargerðir .

 

 


Aðalfundi er frestað til September 2017

 

 

 

Fundarritari : Stefán John Stefánsson