Fræðsla um heilaskaða og heilaskaðaeinkenni

Umsjón:
Smári Pálsson sérfræðingur í klínískri taugasálfræði
Ólöf H Bjarnadóttir tauga- og endurhæfingarlæknir

Fræðslan er fjögur skipti, mánudagana 9. okt, 16. okt, 30. okt og 6 nóv kl 17:30-18:30, í húsakynnum Hugafars að Sigtúni 42.

Fræðslan miðast við að auka skilning fólks á heilanum og áhrifum heilaskaða á hann. Fjallað verður um mismunandi orsakir heilaskaða og algengustu einkenni heilaskaða eins og truflun á athygli, minni, skipulagi og ýmsum flóknari þáttum hugsunar sem heilinn stýrir. Einnig verður farið inn á innsæi, breytta hegðun og andlega líðan.

Fræðslan er ætluð einstaklingum með heilaskaða og aðstandendum þeirra, sem og öðrum sem vilja öðlast meiri skilning á þeim einkennum sem einstaklingar með heilaskaða eru að glíma við. Smári og Ólöf hafa margra ára reynslu við greiningu og meðferð heilaskaða.

Verð fyrir öll fjögur skiptin er 8.000 kr. fyrir félagsmeðlimi Hugafars, sem greitt hafa félagsgjöld,
en 16.000 kr. fyrir aðra. Að skrá sig í félagið kostar svo litlar 5.000 kr sem renna til félagsstarfssins og er möguleiki að skrá sig í félagið og kaupa námskeiðið á félagsmeðlimagjaldinu.

Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld áður en greitt er fyrir fræðsluna. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári. 
 

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á hugarfar@hugarfar.is eða í skráningarforminu á fræðsluna hér að ofan.

Óskum eftir að fólk millifæri á neðangreindan reikning fyrir 9. okt:
Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520

Í mars-apríl er stefnt að framhaldsfræðsla þar sem nánar verður farið í ýmis einkenni eins og skyntruflanir, verki, þreytu ofl. og svo hvað sé mögulega hægt að gera til að draga úr áhrifum heilaskaða á einstaklinga.