Skorað á ráðherra til að bæta þjónustu þeirra sem eru með heilaskaða

(frá vinstri) Þórunn, Guðrún, Jónas, Stefán, Smári og Guðrún réttu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, áskorun 20.12.17 varðandi að bæta úrræði fyrir þá 80-90% af þeim 1000-1500 sem hljóta heilaskaða á hverju ári án greiningar, meðferðar og eftirfylgni.

Í bréfinu var m.a. bent á að ekki væri nein heildstæð stefna í málaflokknum, færri en þyrftu komast að hjá þeim úrræðum sem við höfum í boði (Reykjalund og Grensás).
Engin langtímaúrræði er í boði, en það veldur að þeir sem þyrftu svoleiðis hljóta oft félagslegar afleiðingar, eins og einangrun og andlega vanlíðan í kjölfar heilaskaða.
Ennfremur var skorað á ráðherra að skipa nefnd til að vinna að heildarstefnumótun í þessum málum, varðandi hvernig þetta ferli ætti að vera, fjármagn og tilheyrandi til að við komumst mögulega með tærnar þar sem mörg/flest önnur lönd hafa hælana í þessum málum.

Afhending til ráðherra.jpg