Fundur

Ef þú ert að lesa þetta ertu á réttri leið, hvort sem þú ert einstaklingur með heilaskaða eða langar til að kynna þér málefnið.

Finnst þér þú stundum eins og Palli einn í heiminum. Margir einstaklingar með áunninn heilaskaða hafa upplifað það sem annað fólk skilur ekki.

Nú gefst tækifæri til að hitta og hlusta á tvo unga menn, þá Magnús Harra Sigurðsson og Kristinn Magnússon Michelsen segja sögur sínar, hvernig þeir hafa tekist á við heilaskaðann og fundið leiðir til að lifa lífinu til fulls. Tími verður fyrir spurningar og almennt spjall að lokinni sögustund.

Við verðum þriðjudaginn 12. október kl.20:00 í Hátúni 10 á kaffistofu starfsmanna 1. hæð.
Því fleiri því betra, vinir og vandamenn velkomnir, þó það væri ekki nema fyrir kaffið, við erum ekki ein í þessu.