Öryrkjabandalag Íslands 50. ára 2011

Núna í maí hélt ÖBÍ upp á 50. ára afmæli sitt með veislu á Hótel Nordica. Margt var um manninn og vel að hátíðinni staðið.

Formaður fór f.h. Hugarfars í veisluna. Hljómsveit lék fyrir veislugesti í upphafi, meðan fólkið streymdi að.

Stuttu seinna var farið í annan sal á Hótel Nordica og var veislunni framhaldið þar. Ræður og gamanmál ásamt því að mynd um 50 ára sögu ÖBÍ var sýnd. Það er ekki auðvelt að koma 50. árum fyrir á klukkutíma mynd en útkoman var góð. Til stendur að sýna myndina í sjónvarpi vonandi sem fyrst.