Ljósmyndasamkeppni Öryrkjabandalags Íslands

Ritnefnd Öryrkjabandalags Íslands vill vekja athygli á því að ÖBÍ hefur sett í gang ljósmyndasamkeppni meðal landsmanna og munu þeir sem senda inn bestu myndirnar fá vegleg verðlaun. Markmiðið er að fá myndir sem ÖBÍ getur notað á heimasíðu bandalagsins, í Tímarit ÖBÍ, ársskýrslu og annað efni útgefið af ÖBÍ. 

  

Athygli er vakin á því að ÖBÍ áskilur sér rétt til að nota þær myndir sem berast í keppnina í gagnabanka sínum. Hygmyndin er sú að styrkja megi það myndasafn sem bandalagið á nú þegar til að nota við útgáfu efnis. Myndasafnið er eingöngu ætlað ÖBÍ og verður því ekki aðgengilegt öðrum. 

  

Áhugasamir sendi mynd/myndir ásamt upplýsingum um nafn, heimilisfang og símanúmer ljósmyndara til ritnefndar Tímarits ÖBÍ á netfangið ritnefnd@obi.is 

Þátttakendur er vinsamlegast beðnir um að senda myndirnar inn í góðri upplausn. Myndefnið er frjálst og þarf ekki endilega að tengjast málefnum ÖBÍ.   

  

Skilafrestur hefur verið lengdur frá því sem áður var auglýst og er nú til 1. desember 2011. 

  

Með góðri kveðju, 

ritnefnd ÖBÍ