Ljósmyndasamkeppni Öryrkjabandalags Íslands

Ritnefnd Öryrkjabandalags Íslands vill vekja athygli á því að ÖBÍ hefur sett í gang ljósmyndasamkeppni meðal landsmanna og munu þeir sem senda inn bestu myndirnar fá vegleg verðlaun. Markmiðið er að fá myndir sem ÖBÍ getur notað á heimasíðu bandalagsins, í Tímarit ÖBÍ, ársskýrslu og öðru efni útgefnu af ÖBÍ. 

Athygli er vakin á því að ÖBÍ áskilur sér rétt til að nota þær myndir sem berast í keppnina í gagnabanka sínum. Hygmyndin er sú að styrkja megi það myndasafn sem bandalagið á nú þegar til að nota við útgáfu efnis. Myndasafnið er eingöngu ætlað Öryrkjabandalagi Íslands og verður því ekki aðgengilegt öðrum.

 

Áhugasamir sendi mynd/myndir ásamt upplýsingum um nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer ljósmyndara til ritnefndar Tímarits Öryrkjabandalags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, eða á netfangið: ritnefnd@obi.is

 

Skilafrestur er til og með 1. ágúst 2011

Með góðri kveðju,

Margrét Rósa Jochumsdóttir, ritstjóri ÖBÍ