Hugarfar í Reykjavíkurmaraþoni

Hugarfar ætlar að opna stuðningsþjónustu og vinnusamfélag fyrir einstaklinga með heilaskaða. Í dag eru fá úrræði fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða og því mikið þörf á að stuðningur sé til fyrir þá sem lenda í þessum aðstæðum. Hlaupum eða styrkjum Hugarfar svo draumur Hugarfars geti orðið að veruleika með opnun Höfuðhús á Íslandi.

Hlaupahópur Hugarfars er á hlaupastyrk.is undir Hlaupahópur Hugarfars, þar geta allir skráð sig inn sem vilja hlaupa með eða lagt málefninu lið.