Aðalfundur Hugarfars 8. maí 2018 kl 19:00

Kæru félagar!

 

Aðalfundur Hugarfars verður haldinn þriðjudaginn 8, maí nk. kl. 19 í húsakynnum féalgsins við Sigtún 42

Við hvetjum fólk eindreigið til að gefa kost á sér til stjórnar en brýn þörf er td. á gjaldkera fyrir félagið.

Fólk sem ekki er með ákominn heilaskaða, aðstandendur og aðrir eru sérstaklega hvattir til að bjóða sig fram
svo viðhorf stjórnar njóti sjónarhorna sem flestra er málin snerta.

Dagskrá aðalfundar:

 • Kosning fundarstjóra

 • Skýrsla stjórnar
 • Reikningar félagsins
 • Lagabreytingar
 • Kosningar í stjórn:
 • Kosning gjaldkera
 • Kosning varaformanns
 • Kosning ritara, Hjörtur Pálmi Guðmundsson gefur áframhaldandi kost á sér.
 • Kosning Meðstjórnanda, Kristofer Auðunsson gefur áframhaldandi kost á sér
 • Félagsgjöld
 • Önnur mál

*Hér undir er tillaga að lagabreytingum og hvetjum við alla til að kynna sér skjalið fyrir aðalfundinn.

Einnig óskum við eftir að þeir sem vilja gefa kost á sér til stjórnar sendi okkur skilaboð á hugarfar@hugarfar.is fyrir miðnætti 24. apríl nk.

Vonum að fólk sýni áhuga á að koma í stjórn og hvetjum við alla til að ræða við sitt fólk, aðstandendur ofl.

Kærar kveðjur,
Stjórn Hugarfars

 

Fyrir aðalfund Hugarfars 8. maí nk. liggja fyrir eftir farandi tillögur að lagabreytingum:

4. gr

Stjórn félagsins skal skipuð að lágmarki 3 einstaklingum og að hámarki 5
Æskilegt er að jöfn skipting sé í stjórn meðal fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda, áhugafólks um málefnið og/eða fagaðila
svo viðhorf stjórnar njóti sjónarhorna sem flestra er málin snerta.
Jafnframt er æskilegt að kynjaskipting sé jöfn.

Meðal stjórnarmanna í 3. Manna stjórn skulu 3 hlutverk skilgreind:

1.       formaður stjórnar
2.      Ritari/ varaformaður
3..      Gjaldkeri

Meðal stjórnarmanna í 5. Manna stjórn skulu 4 hlutverk skilgreind:
1.       formaður stjórnar
2.       varaformaður
3..      Ritari
4.       Gjaldkeri

Aðrir stjórnarmenn gegna hlutverki meðstjórnenda ellegar hafa skilgreind hlutverk. 
Fagráð um heilaskaða skipar einn tengilið við stjórn og annan sem varamann.
Stjórnin er skipuð til tveggja ára í senn.

Formaður og einn meðstjórnandi eru kosnir annað hvert ár
 en hitt árið er gjaldkeri, ritari og varaformaður kosinn

Stjórnin skiptir með sér verkum þannig:

Formaður er málsvari félagsins, boðar til stjórnarfunda og sinnir málefnum félagsins á milli funda.

Ritari  ritar fundargerðir, bréf og varðveitir lög félagsins,
Varaformaður sinnir formannsstarfum við forföll formanns.
Gjaldkeri sér um fjármál félagsins og heldur utan um félagatal.  

Tengiliður Fagráðs um heilaskaða tryggir samráð á milli stjórnar og Fagráðs um heilaskaða.

Reikningar skulu skoðaðir af löggiltum endurskoðanda.