The Crash Reel í Bíó Paradís 24. og 25. mars.

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Crash Reel í tengslum við Heilaviku HR.  Myndin fjallar um snjóbrettakappann Kevin Pearce sem hlaut heilaskaða við iðkun íþróttar sinnar.  Þetta er afar vönduð mynd sem unnið hefur til verðlauna.

Upplýsingar um sýningu myndarinnar er að finna á vef Bíó Paradísar (opnast í nýjum glugga) og einnig má nálgast upplýsingar um myndina á sérstökum vef myndarinnar (opnast í nýjum glugga).