Greinar í dagblöðum í vitundarvakningarviku

Í vitundarvakningarviku sem nú er senn á enda hafa birst ýmsar greinar í dagblöðum um heilaskaða og afleiðingar hans.

Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og meðlimur í Fagráði um heilaskaða, ritar grein undir yfirskriftinni "Heilaskaði og tjáskipti" sem birtist á visir.is 16. mars.  Greinina má sjá með því að smella hér (opnast í nýjum glugga).

Anna Soffía Óskarsdóttir sem er í stjórnum Hugarfars og Fagráðs um heilaskaða ritar grein um afleiðingar heilaskaða og þörf fyrir Höfuðhús.  Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. mars og má lesa hana með því að smella hér (opnast í nýjum glugga).

Á vitundarvakningardaginn 18. mars birtist grein í Fréttablaðinu um Dís Gylfadóttur þar sem fjallað er um þann heilaskaða sem hún hlaut í bílslysi fyrir 12 árum.  Dís náði síðar ótrúlegum bata og kláraði nám í guðfræði.  Greinina má sjá með því að smella hér (opnast í nýjum glugga).

Jónas G. Halldórsson, sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Grensásdeild LSH, ritar grein undir yfirskriftinni "Fagráð um heilaskaða og Hugarfar" sem birtist í Morgunblaðinu 18. mars.  Greinina má sjá á vef Hugarfars með þvi að smella hér.

Að lokum má svo benda á að í tímaritinu Vikunni frá 19. mars 2015 eru viðtöl við mæðgurnar Ólafíu Mjöll Hönnudóttur og Hönnu Maríu Ólafsdóttur sem sitja báðar í stjórn Hugarfars.