Umfjöllun um heilaskaða eftir fréttir 1.2.2017!

Umfjöllun var um heilaskaða í umræðu eftir fréttirnar þann 1.2.2017 þar sem sérfræðingar sögðu skoðun sína ásamt því að Guðrún Harpa sagði frá því hvernig hún hlaut heilaskaða og stutt um framhaldið. Rætt var við Smára Pálsson taugasálfræðing, Guðrún Karlsdóttur frá Reykjalundi og Guðbjörgu Lúðvíksdóttur frá Grensási um hvernig staða endurhæfingar væri í dag.

Þá voru allir sérfræðingarnir sammála að eftir að búið er að bjarga lífinu, var lítið sem ekkert í boði uppá varanlega endurhæfingu fyrir fólkið til að lifa lífinu, hugsunin á bakvið t.d. Heilahúsið, sem önnur lönd hafa mörg starfandi fyrir þá sem lenda í heilaskaða er einmitt varanleg endurhæfing til að aðstoða fólk við að fóta sig og takast á við lífið þar sem fólk er statt í framhaldinu af því að hljóta heilaskaða.

Sjá má alla umfjöllunina hér:
http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRCA4DFF50F-5B5B-41DD-994A-6B543759339A