Hugarfar orðið hluti af Stuðningsnetinu!

Það er okkur sönn ánægja að Hugarfar sé eitt af þeim 14 sjúklingafélögum sem eru hluti af Stuðningsnetinu.

Það getur verið hjálplegt að ræða við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu og þú ert að ganga í gegnum, einhvern sem hefur þann skilning sem einungis fæst með því að upplifa hlutina sjálfur. Stuðningsnetið byggir á fyrirmynd frá Krafti stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Sjúklingafélögin hafa aðlagað námsefni og stuðningsferli að ólíkum sjúkdómum/sjúklingahópum.

Frekari upplýsingar um félagið má sjá á heimasíðu þeirra:

www.studningsnet.is

 

safe_image.php.png
safe_image2.php.png
safe_image3.php.png