Vitundarvakningardagur um heilaskaða haldinn í dag

Í dag 18. mars er haldinn vitundarvakningardagur um heilaskaða.  Í tilefni dagsins hafa margir grunnskólar á unglingastigi sýnt nemendum sínum forvarnarmyndbandið "Heilaskaði vegna ofbeldis" sem gert var að tilstuðlan Hugarfars, Reykjalundar og SÍBS.  Myndbandið er aðengilegt á slóðinni www.hugarfar.is/heilaskadi-vegna-ofbeldis

Í tilefni dagsins bauð Hugarfar í opið hús með kaffisopa og tónlistarflutningi að Sigtúni 42 og opnaði um leið skrifstofu á staðnum.  Til að byrja með er ætlunin er að hafa þar opið í nokkra tíma í senn tvo daga í viku en opnunartími verður auglýstur síðar á heimasíðu og Facebook síðu Hugarfars.

Hugarfar þakkar öllum þeim sem nutu stundarinnar með okkur í Sigtúninu í dag.