Tillaga af lagabreytingu Hugarfars.

Breytingartillaga

4. gr. Stjórn félagsins og verkaskipting.

Stjórn félagsins skal skipuð að lágmarki 3 einstaklingum og að hámarki 6. Meðal stjórnarmanna skulu þrjú hlutverk skilgreind:

  1. Formaður stjórnar
  2. Varaformaður og ritari
  3. Gjaldkeri

Aðrir stjórnarmenn gegna hlutverki meðstjórnenda ellegar hafa skilgreind hlutverk. 

Fagráð um heilaskaða skipar einn tengilið við stjórn og annan sem varamann.

Stjórnin er skipuð til tveggja ára í senn. Formaður og einn stjórnarmaður eru kosnir annað hvert ár en hitt árið er einn stjórnarmaður kosinn.

Stjórnin skiptir með sér verkum þannig:

Formaður er málsvari félagsins, boðar til stjórnarfunda og sinnir málefnum félagsins á milli funda.

Ritari/varaformaður ritar fundargerðir, bréf og varðveitir lög félagsins, auk formannsstarfa við forföll formanns.

Gjaldkeri sér um fjármál félagsins og heldur utan um félagatal.  

Tengiliður Fagráðs um heilaskaða tryggir samráð á milli stjórnar og Fagráðs um heilaskaða.

Reikningar skulu skoðaðir af löggiltum endurskoðanda.