Skráning á fræðslu Smára og Ólafar í mars hafin!

Í þessari fræðslu verður fjallað um heilann og áhrif heilaskaða á hann.
Hún er því hugsuð fyrir þá sem komust ekki á síðustu fræðslu um þetta efni hjá okkur (Í okt/nóv 2017).

Framhaldfræðslan er enn á skipulaginu hjá okkur, en nánari upplýsingar um hana koma síðar.

Hægt er að skrá sig á fræðsluna rafrænt og fylgjast þannig með henni á netinu!
Ef sú leið er valin fær viðkomandi sendan link sem hann smellir á og getur þá fylgst með námskeiðinu.
Þessi leið er algjörlega á ábyrgð hvers og eins og við mælum frekar með að fólk mæti á staðinn.
Þeir sem velja að horfa á netinu þurfa að gera það algjörlega á eigin ábyrgð og hafa að einhverju leyti reynslu af því, t.d. er ráðlagt að opna linkinn frekar í Internet explorer en einhverjum öðrum vafra útaf innbyggðum stuðningi (sem er hægt að bæta við í öðrum browserum með auka veseni). Auðveldar uppsetningu.

Umsjón:
Smári Pálsson sérfræðingur í klínískri taugasálfræði
Ólöf H Bjarnadóttir tauga- og endurhæfingarlæknir
 

Fræðslan miðast við að auka skilning fólks á heilanum og áhrifum heilaskaða á hann. Fjallað verður um mismunandi orsakir heilaskaða og algengustu einkenni heilaskaða eins og truflun á athygli, minni, skipulagi og ýmsum flóknari þáttum hugsunar sem heilinn stýrir. Einnig verður farið inn á innsæi, breytta hegðun og andlega líðan.

Fræðslan verður haldin 1, 8, 15 og 21. mars klukkan 17:30-18:30 í húsakynnum Hugarfars, Sigtúni 42

Fræðslan er ætluð einstaklingum með heilaskaða og aðstandendum þeirra, sem og öðrum sem vilja öðlast meiri skilning á þeim einkennum sem einstaklingar með heilaskaða eru að glíma við. Smári og Ólöf hafa margra ára reynslu við greiningu og meðferð heilaskaða.

Verð fyrir öll fjögur skiptin er 8.000 kr. fyrir félagsmeðlimi Hugafar sem greitt hafa félagsgjöld.
Fræðslan kostar 16.000 kr. fyrir aðra. Að skrá sig í félagið kostar svo litlar 5.000 kr sem renna til félagsstarfssins og er möguleiki að skrá sig í félagið og kaupa námskeiðið á félagsmeðlimagjaldinu.

Athygli er vakin á því að hægt er að skrá sig í félagið og greiða félagsgjöld áður en greitt er fyrir fræðsluna. Félagsgjöld eru 5.000 kr. á ári (Félagsgjöld (5.000 kr)+skráningargjöld (8.000 kr) = 13.000 kr.)
 

Hægt er að skrá sig í félagið með því að senda póst á hugarfar@hugarfar.is eða haka við í skráningarforminu á fræðsluna hér að ofan og staðfesta skráningu með því að millifæra á reikninginn hér að neðan.

Óskum eftir að fólk millifæri námskeiðsgjald á neðangreindan reikning fyrir  1. mars:
Rkn: 0135-26-070520
kt: 490307 0520