Fundir Heilaheilla
og Hugarfars

Þá er vetrarstarfið hafið.

Fundir fyrir félaga Heilaheilla og Hugarfars verða í fundaraðstöðu félaganna í Sigtúni 42 í Reykjavík á mánudögum kl. 13-15 (málörðugleikar/málstol) og á þriðjudögum kl.13-15 (allir).  Einnig verða fundir á Greifanum á Akureyri annan þriðjudag hvers mánaðar kl. 18-19.  Félagar beggja félaganna og aðstandendur eru velkomnir!

Samkomuleg er á milli félaganna um félagslega og breytilega endurhæfingu þeirra er hlotið hafa heilaskaða, hvort heldur eftir slag eða ákominn heilaskaða. Þegar talað er um félagslega endurhæfingu er átt við að heilaskertir og aðstandendur þeirra ræða málin sín á milli, án aðkomu fagaðila til að byrja með. Hér er verið að reyna að brúa bilið á milli heilbrigðiskerfisins og einstaklingins.