Nú eru börnin okkar farin að taka málin í sínar hendur.

Hvet alla til að kynna sér þetta flotta verkefni um ákominn heilaskaða!

"María Rós heiti ég og er dóttir Guðrúnar formanns Hugarfars. Mamma mín lenti í slysi 2012 og fékk heilaskaða, þess vegna valdi ég að fjalla um áverkatengdan heilaskaða í lokaverkefninu mínu í 10. bekk. Vinkona mín Þórey Gréta var með í þessu lokaverkefni og hafði áhuga vegna þess að hún vildi fræðast meira um áverkatengdan heilaskaða. Við gerðum glærukynningu, bækling, heimasíðu, myndir, settum upp bás til kynningar á efninu og héldum kynningu fyrir kennara, dómara, foreldra, nemendur og aðra. Hér að neðan er linkur inn á heimasíðu vegna lokaverkefnis."