Félagið aftur komið á fullt!

Nú er Hugarfar komið úr sumarfríi og er búið að vera að skipuleggja næsta ár.

Við erum að pæla í að prófa að vera með opna jafningjafundi annað hvert þriðjudagskvöld og áfram alla föstudaga milli 13-14 ?

Jafningjafundir er grundvöllur fyrir fólk að geta komið, hist og spjallað, deilt reynslu og fundið stuðning frá jafningjum og fólki sem er eða hefur gengið í gegnum það nákvæmlega sama.

Einnig væri gott ef ykkar aðstandendur hafa áhuga á að koma í aðstandendahóp að endilega senda mér línu á hugarfar@hugarfar.is en mikil eftirspurn hefur verið um það.

Ég kem til með að sjá um hópanna til að byrja með og Guðrún Harpa formaður Hugarfars um stelpu-hópanna eitthvað í haust.

Einnig mun ég halda áfram að taka á móti fólki í einstaklingsviðtöl eftir samkomulagi og verð einnig við á skrifstofutíma mánudaga og föstudaga frá 9-14 frá og með næstu viku.

Okkur bráðvanar líka gjaldkera í félagið svo okkur þætti mjög vænt um ef þið gætuð spurt fólk í kringum ykkur sem gæti tekið það að sér svo við í féalginu getum haldið áfram ótrauð.

Hlakka til að sjá ykkur öll bráðum :)

kv. Stefán John, verkefnastjóri Hugarfars