Félagsfundur Hugarfars 5.12.17

Félagsfundur var haldinn þriðjudaginn 5. Desember sl. að húskynnum Hugarfars við Sigtún 42
Fundarstjóri var Smári Pálsson, taugasálfræðingur og tengiliður Hugarfars við Fagráð.

 

Í megindráttum var útkoma fundarins eftirfarandi:
Byrjað var á að fara yfir bréf sem sent var til hæstvirrtar Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra um knýjandi þörf á bættri þjónustu við fólk með ákominn heilaskaða á Íslandi.
Bréfið var lesið upp og varpað á skjá en það var unnið af Hugarfari í samvinnu við Fagráð, Grensás, Reykjalund, Virk og Barnaspítala Hringsins.

 

Ráðning verkefnastjóra Hugarfars.
Stefán John Stefánsson var formlega ráðinn til starfa sem verkefnastjóri Hugarfars til þarnæsta aðalfundar Hugarfars, sem haldinn verður eigi síðar en í apríl 2019.
Stefán hefur í um ár sinnt starfinu í sjálfboðavinnu og þar áður náið með síðasta verkefnastjóra, Dís Gylfadóttur.
Stefán er tveggja barna faðir, í sambúð, lærður félagsliði og hefur í tæpann áratug starfað náið með breiðum hópi fólks með ólíkar fatlanir. Stefán hlaut heilaskaða við vinnuslys árið 2015.
Hann er einnig fyrrverandi ritari og varaformaður Hugarfars og ætti að vera flestum félagsmönnum vel kunnur.

 

Þóknun formanns fyrir vinnu sína utan venjulegra stjórnarstarfa
Tillaga frá fyrrverandi gjaldkera á síðasta aðalfundi var að formaður skildi vera á föstum launum fyrir störf sín enda mikið álag verið á formanni í baráttumálum á undanförnum mánuðum og einnig framundan en slíkt hefur einnig færst í aukanna hjá öðrum aðildarfélögum.
Leynileg kosning var haldin og tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.

Báðar kosningar voru haldnar eftir að ítarlega var farið yfir rekstraráætlun og fjárhag félagsins.

Sökum tímaleysis var ekki hægt að fara yfir fleiri mál á þessum fundi.

Saman erum við sterkari.

Fundarritari: Stefán John