"Move it to improve it", Mitii þjálfun - 7. nóv

Stefán Örn Pétursson sjúkraþjálfari kom og kynnti fyrir okkur Mitii þjálfunaraðferðina – Move it to improve it.

Mitii er tölvuforrit sem samræmir námsgetu og þjálfun þess hluta heilans sem er grunnur þess að einstaklingurinn geti aukið þekkingu sína og öðlast meiri færni. Mitii nýtir sveigjanleika heilans (neuroplasticity) til að auka færni einstaklinga með heilaskaða bæði varðandi hreyfigetu og vitræna færni.

Stofnunin Helene Elsass Center (HEC) í Kaupmannahöfn hannaði og þróaði Mitii forritið fyrir börn og einstaklinga með Cerebral Paresis (CP).

Reynslan af þjálfun með Mitii hefur þó leitt í ljós að hún gagnast fleirum og hefur verið notuð í þjálfun á einstaklingum með ákominn heilaskaða, eldri borgurum, gigtarsjúklingum, einstaklingum með einhverfu, ADHD og í almennri endurhæfingu.

 

 

Stefán er frumkvöðull í notkun Mitii á Íslandi og hefur kynnt aðferðina víða hérlendis.

Eftir frábæra kynningu óskum við þess að heilbrigðisstarfsfólk taki höndum saman og geri Mitii þjálfunina aðgengilega fleirum.

Nánar um Mitii: http://www.aflid.is/index.php?pid=1710